Blogg í tilefni engifers.

Aulinn ykkar er fullur. Ég hef ákveðið að blogga á meðan ég býð eftir farinu mínu. Ég er að fara í háskóla partí. Vonandi næ ég mér í læknanema. Veit ekki einu sinni hvort það er kennt hérna.

Ég er búin að missa 3 kíló. Sá megrunarkúr felur í sér, sígarettur og vatn, borða lítið sem ekkert, út að skokka og svo auðvitað dansa fyrir webcam. Ég er ekki að segja að ég vilji ekki borða. Það er bara sjaldan e-ð til. Bara frostnar pítsur og annað. Svo hef ég ekki nennt að fara út í búð. Það er svolítið hættulegt hvað maður verður vanur því að vera svangur. Ég ætla samt til þýskalands á morgun og kaupa fæði og drykki. Þá aðalega bjór.

Ég byrja að vinna á þriðjudaginn í þvottahúsi. Þar vinna aðalega þjóðverjar, asíubúar ... og einn íslendingur... ég. Hlakka til að byrja að gera e-ð annað en að passa hvolp. 

Ég flyt inn á föstudaginn. Held partí í 25 fermetra íbúðinni minni á laugardaginn.... fyrst verð ég samt að finna fólk sem vill mæta.

Odense pilsner rennur ótrúlega vel niður, það er svolítill galli, þambaði 3 því ég var svo þyrst. Núna á ég afskaplega erfitt með að skrifa rétt. Ég er í sífellu að leiðrétta. Ég ætla ekki að gerast stafsetninga hálfviti bara því ég er drukkin! Ó nei! Ó nei!

Æj ég sakna ykkar heima á Íslandi. Hekla mín, með rauða hárið og er stærri en ég. Elsku stelpan. Svo falleg. Kaldhæðin. Fyndin. Bitur. Slíkt finnst ekki hér. Elsku barn.

Laufey. Fyrirsætan sem er jarðbundin. Hef ekki hitt slíka hér. Enda eru engar fyrirsætur hérna held ég. Litla strákastelpan. Elsku barn.

Linda. Óendanlegur fjörbolti. Vona að þessi elska komi brátt og heimsæki mig. Elsku barn. 

 Þið hin vitið alveg hver þið eruð. 

Mamma er að dansa. Það er frekar hallærislegt. Sjá svipinn á kellingunni. Kræst.

Ég elska ykkur og sakna ykkar. Komiði til mín og ég býð ykkur upp á öl.

Ást,

Aulinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Gaman að sjá að það er gaman í .dk

 Ef það er eitthvað sem ég get hjálpað þér með varðandi að 'fatta Danmörku' eða eitthvað svoleiðis þá máttu endilega senda mér póst eða smella mér á msn-ið og bara spyrja. Í versta falli hef ég ekki svarið

 Ég bjó í Odense áður og bý núna í Köben þannig að ef það er eitthvað sem þú heldur að ég geti aðstoðað þig með, þá láttu bara vaða.

 Kveðja, Limbri (Jói)

limbri.dk@gmail.com

Limbri (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:26

2 identicon

Grey ræfillinn. Ég skal kíkja við í þarnæstu viku ef ég á leið hjá. Lofa því.

Rattatii (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:08

3 identicon

Þú veist að ég er að koma. Sérstklega þar sem að það eru engar fyrirsætur þarna! I´m on my way (í mars).

Laufey Mjöll Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég skal heimsækja þig í sumar...nema þú ætlir að kíkja á Hróa með mér...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.1.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

nei! þú ert ekki drukkin, þú drekkur bara mjólk.
alltaf.
einvörðungis.
án nokkurra undantekninga.
elsku barn.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 27.1.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísabet Kristjánsdóttir

Höfundur

Elísabet Kristjánsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Dönsk pulsa með öllu. Gerir ekkert nema hanga í tölvunni og fróa sér. Greyið.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Trúður
  • Trúður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 521

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband