Einu sinni var fituklessa...

 
 

 

 Engin Fyrirsögn

 

 

Ég sé stóran mun...

 

(Efri myndin er sem betur fer nýrri)


Bros

Jæja, var að koma heim.

 

OG ÉG GET EKKI HÆTT AÐ BROSA! 

 

Það var sumsé gaman. Hann er sætur, hann kyssti mig ... og það var bara gaman. 


Stefnumót

Ég er komin með blæðandi magasár af stressi. Ég er að fara á stefnumót á morgun... já þið heyrðuð rétt! Hér í Danmörku er boðið á stefnumót!

Hér tel ég upp ástæður áður umrædds magasárs:

Í fyrsta lagi á ég engin föt ... sem mig langar að fara í.

Í öðru lagi tölum við ekki sama tungumál.

Í þriðja lagi þarf ég að taka strætó niður í bæ, sem ég kann ekki.

Í fjórða lagi kann ég ekki að segja nafnið hans, hvað þá skrifa það. 

Í fimmta lagi er hann aðeins of fallegur.

Sjitt og fokk og allt það! 

Einn lítill nabbi við þetta allt saman. Ef eitthvað úr þessu stefnumóti verður þá verðum við að vera helgarpar, því drengurinn er að fara í herþjálfun.... hvað er það?!

Hann vill bjóða mér út að borða í hádeiginu. Ég spurði hví hádeiginu og þá kvaðst drengurinn vilja einnig bjóða mér út í kvöldverð, bara vera lengur með mér. Ég veit ekki hvort ég nenni að hanga með honum allan daginn og allt kvöldið líka, hann er kannski skítleiðinlegur, þekki hann ekkert.

 Ég blogga á morgun og segi fréttir.

Kveðja, 

Aulinn. 

 

 


Blogg í tilefni engifers.

Aulinn ykkar er fullur. Ég hef ákveðið að blogga á meðan ég býð eftir farinu mínu. Ég er að fara í háskóla partí. Vonandi næ ég mér í læknanema. Veit ekki einu sinni hvort það er kennt hérna.

Ég er búin að missa 3 kíló. Sá megrunarkúr felur í sér, sígarettur og vatn, borða lítið sem ekkert, út að skokka og svo auðvitað dansa fyrir webcam. Ég er ekki að segja að ég vilji ekki borða. Það er bara sjaldan e-ð til. Bara frostnar pítsur og annað. Svo hef ég ekki nennt að fara út í búð. Það er svolítið hættulegt hvað maður verður vanur því að vera svangur. Ég ætla samt til þýskalands á morgun og kaupa fæði og drykki. Þá aðalega bjór.

Ég byrja að vinna á þriðjudaginn í þvottahúsi. Þar vinna aðalega þjóðverjar, asíubúar ... og einn íslendingur... ég. Hlakka til að byrja að gera e-ð annað en að passa hvolp. 

Ég flyt inn á föstudaginn. Held partí í 25 fermetra íbúðinni minni á laugardaginn.... fyrst verð ég samt að finna fólk sem vill mæta.

Odense pilsner rennur ótrúlega vel niður, það er svolítill galli, þambaði 3 því ég var svo þyrst. Núna á ég afskaplega erfitt með að skrifa rétt. Ég er í sífellu að leiðrétta. Ég ætla ekki að gerast stafsetninga hálfviti bara því ég er drukkin! Ó nei! Ó nei!

Æj ég sakna ykkar heima á Íslandi. Hekla mín, með rauða hárið og er stærri en ég. Elsku stelpan. Svo falleg. Kaldhæðin. Fyndin. Bitur. Slíkt finnst ekki hér. Elsku barn.

Laufey. Fyrirsætan sem er jarðbundin. Hef ekki hitt slíka hér. Enda eru engar fyrirsætur hérna held ég. Litla strákastelpan. Elsku barn.

Linda. Óendanlegur fjörbolti. Vona að þessi elska komi brátt og heimsæki mig. Elsku barn. 

 Þið hin vitið alveg hver þið eruð. 

Mamma er að dansa. Það er frekar hallærislegt. Sjá svipinn á kellingunni. Kræst.

Ég elska ykkur og sakna ykkar. Komiði til mín og ég býð ykkur upp á öl.

Ást,

Aulinn. 


Hundar borða dömubindi. Hver vissi það?

Það er þunn lína á milli þess finnast maður geta sigrað heiminn og þess að finnast maður vera aumasti maðkur.

 Móðir mín vann fram eftir í kvöld og var að koma heim fyrir ca 20 mínútunum. Hún fór inn í herbergi til kærasta síns sem er löngu kominn heim. Hún tjáði mér fyrir ca 3 mínútum að kærastinn hennar hafi farið inn í svefnherbergið þegar hann kom heim og fundið þar, notað, tætt dömubindi um allt herbergið.

Helvítis hundurinn.

Ég hafði skilið dömubindið eftir á gólfinu, vel gengið frá því og skellt mér í sturtu... ætlaði að henda því eftir sturtuna. Hundurinn hefur laumast inn, tekið það ... og stútað því. Ég áttaði mig ekki á neinu.

 Aumingja maðurinn, þekkir mig ekkert, þorði ekki að segja orð og þreif þetta allt saman upp.

Ég er miður mín. Miiiiiiður mín.

Kvöld sem byrjaði með hvítvínsglasi og Sex and the City hefur nú breyst í eldrauðan (bókstaflega) aula undir sæng.

Ég mun aldrei líta á þennan mann aftur. Aldrei. 


Karlmenn, kynlíf og sjálfsfróun.

Ég þoli ekki menn/stráka sem láta mig brosa of mikið. Láta mig flissa. Eitthvað sem byrjar ótrúlega hratt, ástríða, flugeldar og það eina sem maður getur hugsað um er þessi strákur. Manni langar að vera með honum, hringja eða senda sms. Svoleiðis virðist alltaf enda í tómri vitleysu.

 Kannski er ætlast til þess að sambönd séu tekin í skrefum. Kvöldmatur, bíó. Pása. Annað deit. Pása. Þriðja deit. Koss. Fjórða deit. Samfarir. Kannski förum við íslendingar vitlaust að þessu, ríða, byrja saman. Sjóð heitt og ruglingslegt. Þannig hefur það a.m.k. verið hjá mér. Og hvernig er ég núna? Einhleyp. Ekki það að ég sé að fríka út á að vera ein, enda ekki nema 18 ára. Flest öll sambönd sem ég hef séð virka hafa tekið lengri tíma að myndast.

 Danir virðast taka öllu rólega. Ég meina hversu lengi á bara að smsast? Ekki finnst mér það þroskaðara en það sem við gerum heima... mér líður eins og ég sé tólf ára. Ef ég á að senda annað danskt sms þá æli ég. Hann er ekki einu sinni það sætur.  En hann lætur mig flissa, ég þoli hann ekki.

Svo er það spurningin, hversu lengi á maður að bíða með að fara í annað samband eftir að hafa hætt í öðru? Eitthverstaðar heyrði ég mánuð fyrir hvert ár, eða var það fyrir hvenær maður eigi að fara að deita aftur? Svo heyrði ég helminginn af tímanum sem maður var með fyrverandi. En ég er ekki að fara að bíða í meira en hálft ár. 

Sama hversu sjálfstæðar við konur erum, þurfum við alltaf einhvern mann? Sms? Bólfélaga? Getum við ekki verið einar?

"Við erum sjálfum okkur nóg" sagði Hekla einu sinni. Hvers vegna hef ég þá alltaf þessa þörf fyrir að teygja mig hinum megin við rúmið til þess að taka utan um einhvern?

Ekki misskilja mig, mér líður vel. Langt síðan ég var ein. Menn rugla mig bara. Sumir virðast ekkert vilja nema ríða, aðrir vilja loka mig inni, giftast mér og punga út börnum. Ég veit ekki hvort ég vil.

Jú, ég veit hvað ég vil. Hinn fullkomna dildo og hommavin. Lífið væri mikið einfaldara þá... er það ekki?

En já, ég hef ákveðið að skora á sjálfan mig. Elísabet Kristjánsdóttir, hversu sjálfstæð getur þú verið? Hversu lengi geturu verið án kynlífs og sjálfsfróunnar?

Dagur eitt... ekki komið við hana nema til þess að skeina mér. Sjáum til hvernig ég verð á morgun.

Þangað til næst, hagið ykkur vel.

Aulinn. 


Já, það er lítið að gera í Danmörku

Og ekkert vera að dæma þetta! Ég er frábær dansari!

2 Videoblog


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Elísabet Kristjánsdóttir

Höfundur

Elísabet Kristjánsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Dönsk pulsa með öllu. Gerir ekkert nema hanga í tölvunni og fróa sér. Greyið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Trúður
  • Trúður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband