27.1.2008 | 20:24
Stefnumót
Ég er komin með blæðandi magasár af stressi. Ég er að fara á stefnumót á morgun... já þið heyrðuð rétt! Hér í Danmörku er boðið á stefnumót!
Hér tel ég upp ástæður áður umrædds magasárs:
Í fyrsta lagi á ég engin föt ... sem mig langar að fara í.
Í öðru lagi tölum við ekki sama tungumál.
Í þriðja lagi þarf ég að taka strætó niður í bæ, sem ég kann ekki.
Í fjórða lagi kann ég ekki að segja nafnið hans, hvað þá skrifa það.
Í fimmta lagi er hann aðeins of fallegur.
Sjitt og fokk og allt það!
Einn lítill nabbi við þetta allt saman. Ef eitthvað úr þessu stefnumóti verður þá verðum við að vera helgarpar, því drengurinn er að fara í herþjálfun.... hvað er það?!
Hann vill bjóða mér út að borða í hádeiginu. Ég spurði hví hádeiginu og þá kvaðst drengurinn vilja einnig bjóða mér út í kvöldverð, bara vera lengur með mér. Ég veit ekki hvort ég nenni að hanga með honum allan daginn og allt kvöldið líka, hann er kannski skítleiðinlegur, þekki hann ekkert.
Ég blogga á morgun og segi fréttir.
Kveðja,
Aulinn.
Um bloggið
Elísabet Kristjánsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 652
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú spjarar þig á þessu deiti elsku fallega stelpa, hann væri vitleysingur að falla ekki fyrir þér þó hann skilji ekki orð af því sem þú segir.
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:40
Herþjálfun. Þá veistu að hann verður a.m.k. fit. Vertu bara fegin að hann skuli bjóða þér á stefnumót. Vantar alla ást hjá íslenskum karlmönnum. Ef hann er leiðinlegur þá kemstu á því á einum degi, í staðinn fyrir að vera alltaf að eyða tíma þínum í að hitta hann í stuttan tíma daglega.
Svo æfiru dönskuna. Gott fyrir starfsferilinn. Og ef þetta gengur vel skelltu þér bara með honum í herinn!
En gangi þér annars vel gæskan!
Laufey (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.