Karlmenn, kynlíf og sjálfsfróun.

Ég þoli ekki menn/stráka sem láta mig brosa of mikið. Láta mig flissa. Eitthvað sem byrjar ótrúlega hratt, ástríða, flugeldar og það eina sem maður getur hugsað um er þessi strákur. Manni langar að vera með honum, hringja eða senda sms. Svoleiðis virðist alltaf enda í tómri vitleysu.

 Kannski er ætlast til þess að sambönd séu tekin í skrefum. Kvöldmatur, bíó. Pása. Annað deit. Pása. Þriðja deit. Koss. Fjórða deit. Samfarir. Kannski förum við íslendingar vitlaust að þessu, ríða, byrja saman. Sjóð heitt og ruglingslegt. Þannig hefur það a.m.k. verið hjá mér. Og hvernig er ég núna? Einhleyp. Ekki það að ég sé að fríka út á að vera ein, enda ekki nema 18 ára. Flest öll sambönd sem ég hef séð virka hafa tekið lengri tíma að myndast.

 Danir virðast taka öllu rólega. Ég meina hversu lengi á bara að smsast? Ekki finnst mér það þroskaðara en það sem við gerum heima... mér líður eins og ég sé tólf ára. Ef ég á að senda annað danskt sms þá æli ég. Hann er ekki einu sinni það sætur.  En hann lætur mig flissa, ég þoli hann ekki.

Svo er það spurningin, hversu lengi á maður að bíða með að fara í annað samband eftir að hafa hætt í öðru? Eitthverstaðar heyrði ég mánuð fyrir hvert ár, eða var það fyrir hvenær maður eigi að fara að deita aftur? Svo heyrði ég helminginn af tímanum sem maður var með fyrverandi. En ég er ekki að fara að bíða í meira en hálft ár. 

Sama hversu sjálfstæðar við konur erum, þurfum við alltaf einhvern mann? Sms? Bólfélaga? Getum við ekki verið einar?

"Við erum sjálfum okkur nóg" sagði Hekla einu sinni. Hvers vegna hef ég þá alltaf þessa þörf fyrir að teygja mig hinum megin við rúmið til þess að taka utan um einhvern?

Ekki misskilja mig, mér líður vel. Langt síðan ég var ein. Menn rugla mig bara. Sumir virðast ekkert vilja nema ríða, aðrir vilja loka mig inni, giftast mér og punga út börnum. Ég veit ekki hvort ég vil.

Jú, ég veit hvað ég vil. Hinn fullkomna dildo og hommavin. Lífið væri mikið einfaldara þá... er það ekki?

En já, ég hef ákveðið að skora á sjálfan mig. Elísabet Kristjánsdóttir, hversu sjálfstæð getur þú verið? Hversu lengi geturu verið án kynlífs og sjálfsfróunnar?

Dagur eitt... ekki komið við hana nema til þess að skeina mér. Sjáum til hvernig ég verð á morgun.

Þangað til næst, hagið ykkur vel.

Aulinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mig langar til að benda þér vinsamlegast á, að þú skeinir þig, en ekki þér.

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skondnar pælingar. annars held ég að engin ríkisregla sé til um hve langan tíma skuli bíða. bara spurning um hve fljótt manns eigið hjarta er tilbúið á ný.

Brjánn Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

ég skeini MÉR.

feis.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 23.1.2008 kl. 22:47

4 identicon

Haha GO Beta, GO GO, GO Beta! :D Ég hef trú á þér stelpa!

Laufey Mjöll Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:49

5 identicon

haha.

ég skora á þig einnig að lifa lífinu út í ystu æsar án þess að hafa einhvern strák gemling hangandi á þér :)

gó beta.

Tóta (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:08

6 identicon

haha þú ert æðisleg :) gangi þér rosalega vel :) já þú finnur það sem þú þarft þegar þú átt að finna það ;) gangi þér vel með "straffið" ég persónulega gæti ekkihaldið þetta út.. úff ;)

Tinna Borg (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki hvers manns réttur að vera sjálfkynhneygður eins og hinna sem eru sam og gagnkynhneigðir?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísabet Kristjánsdóttir

Höfundur

Elísabet Kristjánsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Dönsk pulsa með öllu. Gerir ekkert nema hanga í tölvunni og fróa sér. Greyið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Trúður
  • Trúður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband