Venjulega leiðinlegt blogg.

Vegna áskoranna þá hef ég ákveðið að blogga, loksins. Þetta blogg verður ekki fyndið, skemmtileg né áhugavert.. þetta blogg verður einungis fréttir af mér. Ef þú þekkir mig ekki myndi ég hætta að lesa núna, vegna fyrrum nefndra ástæðna.

 Ég er komin með vinnu, svo ég get andað rólega og borgað leigu á réttum tíma. Það sem ég geri er að hjóla á milli gamals fólks á kvöldin og hjálpa þeim með smáatriði. Starf mitt hefur ekki verið mjög krefjandi hingað til fyrir utan pervert með einn fótlegg og eitt stykki draug.

Pervertinn með aðeins einn fótlegg biður mig í sífellu um að verða kærastan sín... síðast fékk ég fá honum bónorð. Hlátur minn gerir daginn hans góðan, hans orð. Oj, æla.

Draugurinn kom mér á óvart, núna er ég alltaf hrædd við að fara heim til konunnar sem á drauginn. Draugurinn var ekki sjáanlegur heldur voru læti í honum og ég fann fyrir honum. Mamma segir að þetta gæti verið útaf því að konan er að deyja... þá finnur maður fyrir undarlegri orku.

Ég er á lausu en ég hef augastað á eggi.

Ég elska íbúðina mína, þrátt fyrir að hún er að verða félagsheimili fyrir kóngulær og annan viðbjóð. Mér finnst leiðinlegt að ryksuga.

Ég fór í partí til Jespers á laugardaginn. Það partí innihélt Jesper, mig ... og 6 aðra stráka. Var það skemmtilegt og tókst mér að drekka mig dauðadrukkna og ásækja barþjón sem var ekki einu sinni það sætur. Mér tókst að dansa upp á borði og éta hálfa pitsu. En ég komst samt heim, guði sé lof og mér tókst að vakna ein, guði sé lof.

Ég er með króníska harða hægri geirvörtu.

Ég nenni ekki að blogga meira, bless. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Góð!

Heimir Tómasson, 19.3.2008 kl. 23:47

2 identicon

Allah mallah. Þú bloggaðir! En áhugavert. Ég bara veit ekki neitt! Nema það að í dag er eins konar páskadagur og það er allt lokað þó svo að ég þurfi að komast í kringluna. Hún reyndar opnar kl. 1 en þá verð ég á leiðinni til Keflavíkur. Er að fara til Boston! Vuhúúú!

Sjámst gæskan! Haltu áfram að blogga!

Laufey Mjöll (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísabet Kristjánsdóttir

Höfundur

Elísabet Kristjánsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Dönsk pulsa með öllu. Gerir ekkert nema hanga í tölvunni og fróa sér. Greyið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Trúður
  • Trúður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband