Danmörk

Mætt var á Leifsstöð, þurfti að ganga marga kílómetra að reykherberginu. Var þar þar til hleypt var í flugvélina. Mig langaði að hringja í alla, en klukkan var bara 6. Í flugvélinni fæ ég sæti við hlið gamalla dana, sá við hlið mér var svo feitur að lærið hans kom inn á mitt sæti, hann hraut þegar hann andaði... merki um marga ára reykingar.  Maturinn kom snemma, eggjakaka með skinku og kartöflum, ég át allt mitt en gamli feiti kallinn við hliðiná borðaði bara helminginn, mig langaði að spurja hvort ég mæti borða restina hans... en gerði það ekki. Ég svaf svo þar til við lentum.

 Flugvélin lenti 12:25 á dönskum tíma, klukkutími þar til lestin mín átti að fara. Ég bókstaflega hljóp að farangrinum mínum, ljóshærð, ýkt vel klædd... en þeir einu sem horfðu á mig voru Pólverjarnir, komin með alveg nóg af því.

 Töskurnar fóru hring eftir hring, hring eftir hring. Aldrei birtust mínar bleiku töskur, ekki fyrr en 13:05, sjitt fokk 25 mínútur. Aftur byrja ég að hlaupa, hljóp út í leigubíl. Skítugasti leigubíll sögunnar.

"Hi, can you take me to the main train station?"

"Yes"

"Thank you"

"You mean down town?"

"Yes?"

"Okay"

Hann skellir farangrinum mínum í skottið, ég fer í aftursætið (það tíðkast í Danmörku er það ekki?).

"So where you going?"

"I'm going to Gråsten?"

"Ha?"

"Gråsteeeen"

"Aaaa you mean Grååååsteeen"

"Yes"

Helvítis danir.

"I have diesel to Gåsten"

"No I'm taking the train"

"But I can take you, no problem"

"No thank you"

"I'll take you to Gråsten"

"NO TO THE TRAIN STATION"

"Okay okay"

Ég var of mikið að flýta mér til þess að tala dönsku. Loks komum við klukkan 13:15. Nú hljóp ég aftur (hlýt að hafa misst amk 3 kg á þessu). Fór í miðasöluna. ANDSKOTINN! Þarf ég að taka númer?! Hugsaði ég... Tók númer og beið í rúmar 2 mínútur...

"One ticket to Gråsten"

"To where?"

HVAÐ ER AÐ DÖNUM?!

"Gråååååsteeeeeen"

"Aaaa you mean Gåååsteen"

"YES!"

Lemja þessa ljótu hóru.

"How long has it been since you had a dick in your pussy?!"

Nei okei, ég sagði það reynar ekki.

Fékk miðan, klukkan 13:21.

Hvaða spor hvaða spor???? SPOR 6 Okei, ég hljóp aftur, önnur 3 kíló pottó farin af.

Lestin var að flauta, allir inn! Ég stökk upp í.. bíddu... ég ætla að vona að þetta sé rétt lest???

"Excuse me, do you speak english?"

"No"

"Oh.. ehm... uuundskuuuuld, meeeen er det de rigtig tog???" og sýni manninum með mottuna miðan minn.

"dfghdfhgris gsgafdahgsa" (Danska)

"Huh?"  

"Yes, riiiigtiiig tog"

JESS! JESS! ÞAÐ TÓKST! Geng í mitt sæti, fæ sæti við hliðiná frekar sætum stráki... en vó? Hvaða lykt er þetta?! OMG! ÞETTA ER AF MÉR! PANIKK! PANIKK! PANIKK!

Ég flýtti mér (ekki hljóp, ég mátti ekki svitna meira) inn á lítið klósett í lestinni... Ég var rennandi blaut í framan, ég angaði eins og fiskur. Kræst, góð byrjun Elísabet. Púður, ilmvatn, oj ég lít út eins og mella.

3 og hálfur tímar í lest... ógeð... lítill krakki að reyna tala við mig... farðu.

Svo kom mamma, elsku mamma.... og ég svaf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Haha, vissulega slæmt en ekki næstum jafn helvískt og þegar við fórum saman í den, úff.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 10.1.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Hah hah!

 Alltaf skemmtilegur penni!

Skemmtu þér.

Heimir Tómasson, 11.1.2008 kl. 05:59

3 identicon

Haha þú ert stundum svo misheppnuð elskan mín! :) En ég elska þig samt! :)

Linda Rós (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:02

4 identicon

æðislegt að lesa bloggin frá þér :D hlakka til að horfa á vidjobloggin einhverntiman þegar ég er ekki í tíma... en hlakka til að frétta meira :D

Kristín Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísabet Kristjánsdóttir

Höfundur

Elísabet Kristjánsdóttir
Elísabet Kristjánsdóttir
Dönsk pulsa með öllu. Gerir ekkert nema hanga í tölvunni og fróa sér. Greyið.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Trúður
  • Trúður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband